Tuesday, November 25, 2008

Konfektgerð

Við hittumst 3 vinkonur í gær og bjuggum til konfekt.
Vorum með 4 mismunandi gerðir.





Ætla að deila því með ykkur hérna ;)


->Hollustu konfekt með piparmyntu.
(þetta er botninn úr jarðarberjakökunum hérna fyrir neðan, ótrúlega gott.)

200g kókósmjöl
250g döðlur
3 msk hreint kakóduft
smá vatn EF þarf.

Sett í matvinnsluvél,
ATH! setja lítið í einu því við bræddum næstum því úr vélinni minni hehe.
Hnoðuðum litlar kúlur úr þessu og dýfðum í brætt suðusúkkulaði með pipp súkkulaði útí. Létum súkkulaðið ekki þekja kúlurnar.

->Nougat kúlur
Í þeim er bara nougat sem við hnoðum í kúlur og dýrum í brætt suðusúkkulaði.

->Döðlu/marsipan konfekt.
Þetta eru bara döðlur (hægt að nota bæði Hagvers og lífrænar) sem við opnum og setjum marsipan inní og hjúpum í súkkulaði.

->Möndlukonfekt.
ALLGJÖR SNILLD!

100 g Hagvers heilar möndlur með hýði
150 g Odense núggat
Hunang
Green&Black´s 70 prósent súkkulaði.

Smyrjið möndlurnar með hunangi, helst með fingrunum svo að hunangið fari vel á möndlurnar. Setjið þær á bökunarpappír inn í ofn á plötu og ristið við 180°C í 7 til 10 mínútur.

Takið möndlurnar út og látið kólna. Myljið ristuðu möndlurnar með kökukefli og blandið sallanum við núggatið. Kælið blönduna.

Bræðið því næst súkklaðið, búið til kúlur úr núggat-möndlublöndunni og dýfið kúlunum í brætt súkkulaðið.

Við kláruðum reyndar 70% súkkulaðið áður en núggatblandan var búin svo við settum suðusúkkulaði blandað með appelsínuhnöppum á sumar kúlurnar og það var líka mjög gott.

Saturday, November 22, 2008

Jarðarberjakökur

Við fengum líka að smakka þetta á námskeiðinu góða sem ég fór á hjá Sollu, Hagkvæm Hollusta.
Rosalega góður eftirréttur en ég hugsa samt að ég sjálf myndi skipta jarðarberjunum út fyrir td. banana, finnst jarðarberin heldur súr í þetta.
En það er bara minn persónulegi smekkur.
En botninn ætla ég að nota í konfekt, hann er algjört sælgæti!!

Jarðaberjakökur

Botn
200g kókósmjöl
250g döðlur
3 msk hreint kakóduft
smá vatn EF þarf.

Allt sett í matvinnsluvél og blandið vel saman, setjið 1-2 msk af deigi í hvert form og þjappið niður.

Fylling
100g kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2klst (annars verður kremið kornótt)
1-1,5 dl agave sýróp
smá himalaya salt eða sjávarsalt.
6-800g frosin jarðarber

Setjið kasjúhneturnar og agavesýróp í matvinnsluvél og maukið, bætið svo nokkrum saltkornum útí, setjið jarðaberin útí, nokkur í einu svo vélin ráði við þau og blandið þar til það er silkimjúkt. Notið ískúluskeið og setjið 1 væna kúlu í hvert form ofan á botninn og setjið í frysti þar til frosið.

Súkkulaðikrem (notað á tyllidögum)
1 dl agavesýróp
2dl kókósolía í fljótandi formi
2dl kakóduft.

Allt hrært saman í skál, setjið smá skvettu yfir hverja köku.

Friday, November 21, 2008

Hafra og hnetubollur/buff

Ég fékk þessa uppskrift á frábæru námskeiði hjá henni Sollu "grænu" í vikunni, námskeiðið heitir Hagkvæm Hollusta og ég mæli algjörlega með því! Kíkið á www.himnesk.is.

Hún útbjó þessar bollur á námskeiðinu og þær eru þvílíkt SÆLGÆTI!



Hafra og hnetubollur

5dl soðnir heilir hafrar (eða annað korn/grjón)
2 hvítlauksrif, pressuð
½ rauðlaukur, smátt saxaður
2 gulrætur, rifnar
1 msk timian
1 tsk karrý duft eða mauk
1 tsk grænmetiskraftur
150g rifinn ostur
150g malaðar heslihnetur (eða aðrar hnetur)
2-3 msk mango chutney
smá himalayasalt og nýmalaður pipar
ferskt grænt krydd að eigin vali.

Setjið allt í hrærivélaskál og hrærið saman og mótið litlar bollur.
Bakið í ofni 200°c í 8-12 mín (fer eftir stærð)

Monday, August 25, 2008

Brauðbollur með kókós

Var að prófa þessa uppskrift af Cafe Sigrún http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=1#uppskrift_231

Mæli 100% með henni, hrikalega góar bollur!

Kókos-brauðbollur
Gerir 10 brauðbollur


5 dl spelt

1 dl sólblómafræ

1 dl kókosmjöl

1 fínt rifin gulrót (má sleppa)

4 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 - 1 tsk heilsusalt (Herbamare)

2 dl ab-mjólk eða sojamjólk

2 dl soðið vatn

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál.

Hellið vökvanum útí og blandað varlega saman.

Setjið á bökunarplötu sem er klædd með bökunarpappír.

Bakið í ca 25 - 30 mín við 200°C.


Það er hægt að setja ýmislegt útí eins og sólþurrkaða tómata eða ólífur eða hvítlauk og kryddjurtir.

Gætið þess að deigið sé frekar blautt, það er ágætt að miða við að deigið festist ekki við skálina ef þið hnoðið það létt.

Monday, March 17, 2008

Múslínammi

Set þetta herna aðalega sem reminder fyrir sjálfa mig. Þetta er víst rosalega gott nammi.

5 dl haframúslí (að eigin vali)
1 dl agave síróp
1 dl hnetusmjör
1/2 dl kókosolía
1/2 dl kakóduft
smá vanilluduft

Tuesday, February 26, 2008

Blómamúffur

Tekið af www.himneskt.is
ÓÓTRÚLEGA góðar!
...og það má borða mikið af þeim!

5 dl spelt* gjarnan fínt og gróft til helminga
1 ½ dl þurrristað kókosmjöl*
2 rifnar gulrætur (ca 100g)
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft*
1 tsk kanill
¼ - ½ tsk himalaya eða sjávarsalt
1 ½ dl hrísgjrónamjólk eða önnur mjólk
1 msk möluð hörfræ (má líka nota 1 egg)
¾ dl kaldpressuð kókosolía
1 ½ dl agavesýróp

Hitið ofninn í 180*C, blandið saman í skál: spelti, ristuðu kókosmjöli, rifnum gulrótum, vínsteinslyftidufti, kanil og salti. Setið möndlumjólk, (eða aðra mjólk) möluð hörfræ (eða egg) kókosolíu og agavesýróp í matvinnsluvél og hrærið smá stund, hellið síðan saman við þurrefnablönduna og blandið. Setjið í smurð muffinsform eða bréf og bakið við 180*C í um 20–25 mín. Það eru til ótrúlega flott blóma múffuform í Hagkaup sem gerir nestið enn girnilegra……

Monday, February 11, 2008

Kjúklingaréttur banana, sveppa og kókós

Þetta er eitt afbrigði af ömmukjúllanum svokallaða og sveppirnir og bananinn er hugmynd sem ég fékk frá Elínu frænku í matarboði hjá henni (óska eftir þeirri uppskrift).

2-4 kjúklingabringur
1 dós kókósmjólk
3msk tómatsósa
2tsk karrý
1tsk salt
1 tsk svartur pipar
1 tsk paprikukrydd
1 askja sveppir
1-2 bananar

Bringunum er raðað í eldfast mót, kókósmjólkin sett í skál ásamt tómatsósunni og kryddunum og hræst vel saman.
Sveppirnir eru skornir niður og dreift yfir bringurnar og sömuleiðis bananinn.
Sósunni hellt yfir og inní ofn! (veit ekki hvað lengi því ég steiki bringurnar fyrst í heilsugrillinu)

Ótrúlega gott með byggi (eins og hrísgrjón).

Grænn drykkur

Ég fann þessa uppskrift á mömmuspjalli sem ég tilheyri. Ein þar inni gerir þennan alltaf á morgnana. Held hún hafi fengið hann frá Sollu grænu www.himneskt.is Ég er búin að prófa hann 2 morgna í röð og þetta er eini boost drykkurinn sem ég hef náð að klára og haft lyst á að fá meira!

250ml kókósvatn (http://www.dr-martins.at)
1-2 lúkur spínat
1/2 - 1 banani
ca 1 msk Hörfræolía

Sett í blandara og borið fram!
lang best ískalt.

Brauð með öllu mögulegu í...

Þessa uppskrift fékk ég af www.cafesigrun.com og þetta brauð baka ég nánast annan hvern dag! Ég nota reyndar speltmjólk, haframjólk eða rísmjólk í stað ab mjólkur og svo nota ég 2dl af fræjum í stað 1 dl.

5 dl spelt
1 dl sólblóma + sesamfræ eða sojamjöl eða kókosmjöl + gulrætur (ég nota sesamfræ, hörfræ, sólkjarnafræ, graskersfræ og hveitikím)
3 tsk vínsteinslyftiduft (í upprunalegu uppskriftinni var venjulegt lyftiduft)
1/2 - 1 tsk heilsusalt (ég nota himalaya)
2 dl ab-mjólk eða sojamjólk (ég nota speltmjólk oftast)
2 dl soðið vatn (gætuð þurft minna- ég nota oftast 1,5dl MAX)

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál
Hellið vökvanum varlega út í 0,5 dl í einu og blandað varlega saman
Setjið í form sem er klætt með bökunarpappír
Bakið í ca 25 - 30 mín við 200°C (ég segi samt frekar 35 mín og ekki á blæstri því annars verður skorpan svo rosalega hörð)

Linsubaunasúpa

Þessa uppskrift fékk ég á námskeiði sem heitir "Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?" En nota samt alltaf bara það sem ég á í ísskápnum hverju sinni.
Hér er mín útgáfa, það sem ég geri oftast.

2 msk kókósolía
2-3 hvítlauksrif (pressuð og brúnuð í olíunni)
1 poki gulrætur (skornar smátt)
1 brokkolíhaus (smátt skorinn)
1 blómkálshöfuð (smátt skorið)
4-5 kartöflur (mega vera með hýðinu en það er bara smekksatriði en þær eru skornar í bita)
1 sæt kartafla (afhýdd og skorin í teninga)
Grænmetinu leyf að mýkjast í olíunni áður en vatni og baunum bætt við.
2 lítrar vatn (meira eða minna, fer eftir hversu þykka þú vilt hafa súpuna)
2dl rauðar linsubaunir
2 grænmetisteningar

Látið sjóða í ca. 20-30 mínútur.

Datt þetta í hug...

Ætla að planta öllum girnilegu uppskriftunum "mínum" hingað :)