Tuesday, November 25, 2008

Konfektgerð

Við hittumst 3 vinkonur í gær og bjuggum til konfekt.
Vorum með 4 mismunandi gerðir.





Ætla að deila því með ykkur hérna ;)


->Hollustu konfekt með piparmyntu.
(þetta er botninn úr jarðarberjakökunum hérna fyrir neðan, ótrúlega gott.)

200g kókósmjöl
250g döðlur
3 msk hreint kakóduft
smá vatn EF þarf.

Sett í matvinnsluvél,
ATH! setja lítið í einu því við bræddum næstum því úr vélinni minni hehe.
Hnoðuðum litlar kúlur úr þessu og dýfðum í brætt suðusúkkulaði með pipp súkkulaði útí. Létum súkkulaðið ekki þekja kúlurnar.

->Nougat kúlur
Í þeim er bara nougat sem við hnoðum í kúlur og dýrum í brætt suðusúkkulaði.

->Döðlu/marsipan konfekt.
Þetta eru bara döðlur (hægt að nota bæði Hagvers og lífrænar) sem við opnum og setjum marsipan inní og hjúpum í súkkulaði.

->Möndlukonfekt.
ALLGJÖR SNILLD!

100 g Hagvers heilar möndlur með hýði
150 g Odense núggat
Hunang
Green&Black´s 70 prósent súkkulaði.

Smyrjið möndlurnar með hunangi, helst með fingrunum svo að hunangið fari vel á möndlurnar. Setjið þær á bökunarpappír inn í ofn á plötu og ristið við 180°C í 7 til 10 mínútur.

Takið möndlurnar út og látið kólna. Myljið ristuðu möndlurnar með kökukefli og blandið sallanum við núggatið. Kælið blönduna.

Bræðið því næst súkklaðið, búið til kúlur úr núggat-möndlublöndunni og dýfið kúlunum í brætt súkkulaðið.

Við kláruðum reyndar 70% súkkulaðið áður en núggatblandan var búin svo við settum suðusúkkulaði blandað með appelsínuhnöppum á sumar kúlurnar og það var líka mjög gott.

No comments: