Saturday, November 22, 2008

Jarðarberjakökur

Við fengum líka að smakka þetta á námskeiðinu góða sem ég fór á hjá Sollu, Hagkvæm Hollusta.
Rosalega góður eftirréttur en ég hugsa samt að ég sjálf myndi skipta jarðarberjunum út fyrir td. banana, finnst jarðarberin heldur súr í þetta.
En það er bara minn persónulegi smekkur.
En botninn ætla ég að nota í konfekt, hann er algjört sælgæti!!

Jarðaberjakökur

Botn
200g kókósmjöl
250g döðlur
3 msk hreint kakóduft
smá vatn EF þarf.

Allt sett í matvinnsluvél og blandið vel saman, setjið 1-2 msk af deigi í hvert form og þjappið niður.

Fylling
100g kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2klst (annars verður kremið kornótt)
1-1,5 dl agave sýróp
smá himalaya salt eða sjávarsalt.
6-800g frosin jarðarber

Setjið kasjúhneturnar og agavesýróp í matvinnsluvél og maukið, bætið svo nokkrum saltkornum útí, setjið jarðaberin útí, nokkur í einu svo vélin ráði við þau og blandið þar til það er silkimjúkt. Notið ískúluskeið og setjið 1 væna kúlu í hvert form ofan á botninn og setjið í frysti þar til frosið.

Súkkulaðikrem (notað á tyllidögum)
1 dl agavesýróp
2dl kókósolía í fljótandi formi
2dl kakóduft.

Allt hrært saman í skál, setjið smá skvettu yfir hverja köku.

No comments: