Friday, November 21, 2008

Hafra og hnetubollur/buff

Ég fékk þessa uppskrift á frábæru námskeiði hjá henni Sollu "grænu" í vikunni, námskeiðið heitir Hagkvæm Hollusta og ég mæli algjörlega með því! Kíkið á www.himnesk.is.

Hún útbjó þessar bollur á námskeiðinu og þær eru þvílíkt SÆLGÆTI!



Hafra og hnetubollur

5dl soðnir heilir hafrar (eða annað korn/grjón)
2 hvítlauksrif, pressuð
½ rauðlaukur, smátt saxaður
2 gulrætur, rifnar
1 msk timian
1 tsk karrý duft eða mauk
1 tsk grænmetiskraftur
150g rifinn ostur
150g malaðar heslihnetur (eða aðrar hnetur)
2-3 msk mango chutney
smá himalayasalt og nýmalaður pipar
ferskt grænt krydd að eigin vali.

Setjið allt í hrærivélaskál og hrærið saman og mótið litlar bollur.
Bakið í ofni 200°c í 8-12 mín (fer eftir stærð)

No comments: