Tuesday, February 26, 2008

Blómamúffur

Tekið af www.himneskt.is
ÓÓTRÚLEGA góðar!
...og það má borða mikið af þeim!

5 dl spelt* gjarnan fínt og gróft til helminga
1 ½ dl þurrristað kókosmjöl*
2 rifnar gulrætur (ca 100g)
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft*
1 tsk kanill
¼ - ½ tsk himalaya eða sjávarsalt
1 ½ dl hrísgjrónamjólk eða önnur mjólk
1 msk möluð hörfræ (má líka nota 1 egg)
¾ dl kaldpressuð kókosolía
1 ½ dl agavesýróp

Hitið ofninn í 180*C, blandið saman í skál: spelti, ristuðu kókosmjöli, rifnum gulrótum, vínsteinslyftidufti, kanil og salti. Setið möndlumjólk, (eða aðra mjólk) möluð hörfræ (eða egg) kókosolíu og agavesýróp í matvinnsluvél og hrærið smá stund, hellið síðan saman við þurrefnablönduna og blandið. Setjið í smurð muffinsform eða bréf og bakið við 180*C í um 20–25 mín. Það eru til ótrúlega flott blóma múffuform í Hagkaup sem gerir nestið enn girnilegra……

Monday, February 11, 2008

Kjúklingaréttur banana, sveppa og kókós

Þetta er eitt afbrigði af ömmukjúllanum svokallaða og sveppirnir og bananinn er hugmynd sem ég fékk frá Elínu frænku í matarboði hjá henni (óska eftir þeirri uppskrift).

2-4 kjúklingabringur
1 dós kókósmjólk
3msk tómatsósa
2tsk karrý
1tsk salt
1 tsk svartur pipar
1 tsk paprikukrydd
1 askja sveppir
1-2 bananar

Bringunum er raðað í eldfast mót, kókósmjólkin sett í skál ásamt tómatsósunni og kryddunum og hræst vel saman.
Sveppirnir eru skornir niður og dreift yfir bringurnar og sömuleiðis bananinn.
Sósunni hellt yfir og inní ofn! (veit ekki hvað lengi því ég steiki bringurnar fyrst í heilsugrillinu)

Ótrúlega gott með byggi (eins og hrísgrjón).

Grænn drykkur

Ég fann þessa uppskrift á mömmuspjalli sem ég tilheyri. Ein þar inni gerir þennan alltaf á morgnana. Held hún hafi fengið hann frá Sollu grænu www.himneskt.is Ég er búin að prófa hann 2 morgna í röð og þetta er eini boost drykkurinn sem ég hef náð að klára og haft lyst á að fá meira!

250ml kókósvatn (http://www.dr-martins.at)
1-2 lúkur spínat
1/2 - 1 banani
ca 1 msk Hörfræolía

Sett í blandara og borið fram!
lang best ískalt.

Brauð með öllu mögulegu í...

Þessa uppskrift fékk ég af www.cafesigrun.com og þetta brauð baka ég nánast annan hvern dag! Ég nota reyndar speltmjólk, haframjólk eða rísmjólk í stað ab mjólkur og svo nota ég 2dl af fræjum í stað 1 dl.

5 dl spelt
1 dl sólblóma + sesamfræ eða sojamjöl eða kókosmjöl + gulrætur (ég nota sesamfræ, hörfræ, sólkjarnafræ, graskersfræ og hveitikím)
3 tsk vínsteinslyftiduft (í upprunalegu uppskriftinni var venjulegt lyftiduft)
1/2 - 1 tsk heilsusalt (ég nota himalaya)
2 dl ab-mjólk eða sojamjólk (ég nota speltmjólk oftast)
2 dl soðið vatn (gætuð þurft minna- ég nota oftast 1,5dl MAX)

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál
Hellið vökvanum varlega út í 0,5 dl í einu og blandað varlega saman
Setjið í form sem er klætt með bökunarpappír
Bakið í ca 25 - 30 mín við 200°C (ég segi samt frekar 35 mín og ekki á blæstri því annars verður skorpan svo rosalega hörð)

Linsubaunasúpa

Þessa uppskrift fékk ég á námskeiði sem heitir "Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?" En nota samt alltaf bara það sem ég á í ísskápnum hverju sinni.
Hér er mín útgáfa, það sem ég geri oftast.

2 msk kókósolía
2-3 hvítlauksrif (pressuð og brúnuð í olíunni)
1 poki gulrætur (skornar smátt)
1 brokkolíhaus (smátt skorinn)
1 blómkálshöfuð (smátt skorið)
4-5 kartöflur (mega vera með hýðinu en það er bara smekksatriði en þær eru skornar í bita)
1 sæt kartafla (afhýdd og skorin í teninga)
Grænmetinu leyf að mýkjast í olíunni áður en vatni og baunum bætt við.
2 lítrar vatn (meira eða minna, fer eftir hversu þykka þú vilt hafa súpuna)
2dl rauðar linsubaunir
2 grænmetisteningar

Látið sjóða í ca. 20-30 mínútur.

Datt þetta í hug...

Ætla að planta öllum girnilegu uppskriftunum "mínum" hingað :)