Monday, February 11, 2008

Brauð með öllu mögulegu í...

Þessa uppskrift fékk ég af www.cafesigrun.com og þetta brauð baka ég nánast annan hvern dag! Ég nota reyndar speltmjólk, haframjólk eða rísmjólk í stað ab mjólkur og svo nota ég 2dl af fræjum í stað 1 dl.

5 dl spelt
1 dl sólblóma + sesamfræ eða sojamjöl eða kókosmjöl + gulrætur (ég nota sesamfræ, hörfræ, sólkjarnafræ, graskersfræ og hveitikím)
3 tsk vínsteinslyftiduft (í upprunalegu uppskriftinni var venjulegt lyftiduft)
1/2 - 1 tsk heilsusalt (ég nota himalaya)
2 dl ab-mjólk eða sojamjólk (ég nota speltmjólk oftast)
2 dl soðið vatn (gætuð þurft minna- ég nota oftast 1,5dl MAX)

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál
Hellið vökvanum varlega út í 0,5 dl í einu og blandað varlega saman
Setjið í form sem er klætt með bökunarpappír
Bakið í ca 25 - 30 mín við 200°C (ég segi samt frekar 35 mín og ekki á blæstri því annars verður skorpan svo rosalega hörð)

No comments: