Monday, February 11, 2008

Grænn drykkur

Ég fann þessa uppskrift á mömmuspjalli sem ég tilheyri. Ein þar inni gerir þennan alltaf á morgnana. Held hún hafi fengið hann frá Sollu grænu www.himneskt.is Ég er búin að prófa hann 2 morgna í röð og þetta er eini boost drykkurinn sem ég hef náð að klára og haft lyst á að fá meira!

250ml kókósvatn (http://www.dr-martins.at)
1-2 lúkur spínat
1/2 - 1 banani
ca 1 msk Hörfræolía

Sett í blandara og borið fram!
lang best ískalt.

No comments: