Monday, August 25, 2008

Brauðbollur með kókós

Var að prófa þessa uppskrift af Cafe Sigrún http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=1#uppskrift_231

Mæli 100% með henni, hrikalega góar bollur!

Kókos-brauðbollur
Gerir 10 brauðbollur


5 dl spelt

1 dl sólblómafræ

1 dl kókosmjöl

1 fínt rifin gulrót (má sleppa)

4 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 - 1 tsk heilsusalt (Herbamare)

2 dl ab-mjólk eða sojamjólk

2 dl soðið vatn

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál.

Hellið vökvanum útí og blandað varlega saman.

Setjið á bökunarplötu sem er klædd með bökunarpappír.

Bakið í ca 25 - 30 mín við 200°C.


Það er hægt að setja ýmislegt útí eins og sólþurrkaða tómata eða ólífur eða hvítlauk og kryddjurtir.

Gætið þess að deigið sé frekar blautt, það er ágætt að miða við að deigið festist ekki við skálina ef þið hnoðið það létt.