Monday, February 11, 2008

Linsubaunasúpa

Þessa uppskrift fékk ég á námskeiði sem heitir "Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?" En nota samt alltaf bara það sem ég á í ísskápnum hverju sinni.
Hér er mín útgáfa, það sem ég geri oftast.

2 msk kókósolía
2-3 hvítlauksrif (pressuð og brúnuð í olíunni)
1 poki gulrætur (skornar smátt)
1 brokkolíhaus (smátt skorinn)
1 blómkálshöfuð (smátt skorið)
4-5 kartöflur (mega vera með hýðinu en það er bara smekksatriði en þær eru skornar í bita)
1 sæt kartafla (afhýdd og skorin í teninga)
Grænmetinu leyf að mýkjast í olíunni áður en vatni og baunum bætt við.
2 lítrar vatn (meira eða minna, fer eftir hversu þykka þú vilt hafa súpuna)
2dl rauðar linsubaunir
2 grænmetisteningar

Látið sjóða í ca. 20-30 mínútur.

No comments: