Tuesday, April 14, 2009

Rúgbrauðsbollur.

Uppskrift sem ég fékk á námskeiði hjá Sollu www.himnesk.is
Á að vera brauðhleifur en ég bjó til bollur og bakaði í 20-30 mín.

2,5 dl spelt
2 dl rúgur
1 msk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1 dl döðlur smátt skornar
1 msk sítrónusafi
2,5 dl sjóðandi heitt vatn (stundum þarf meira)
smá sesam fræ, kókósmjöl eða rúgmjöl.

Allt hrært saman í einn þykkann hrærigraut.
Og bakað í 20-30 mín á 180°c.